Ég fæddist í Borgarnesi, 5. mars 1951. Þar gekk ég í skóla og lauk skyldunámi. Æskuár mín var ég í sveit á sumrin eins og títt var á þeim árum. Lengst af var ég hjá ömmu minni Magnfríði og móðurbróður Katli, en þau bjuggu á Árbakka í Borgarbyggð. Þegar skyldunámi lauk fór ég í Kennaraskólann. Að námi loknu hóf ég kennslu við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði. Allan minn starfsaldur hef ég unnið við kennslu og tengd störf eins og sjá má í starfsferilsskrá. Helstu áhugamál mín tengjast skólamálum, tölvu- og upplýsingatækni, tónlist og ljósmyndun.