Tilvísanir í myndir
Ef sýna á myndir á síðunni er það gert á eftirfarandi hátt <img src="nafn_myndar">. Ef texti á að standa til hliðar við myndina er hægt að ákveða hvort hann nemur við efri brún, miðju eða neðri brún myndarinnar með <img align=staðsetning src="nafn_myndar"> þar sem staðsetning er top eða middle. Ef align er sleppt nemur textinn við neðri brún.Það er góð regla að geyma myndir í sérstöku skráasafni/möppu. Í dæminu hér að neðan er myndin af Barney geymd í skráasafninu myndir.
Dæmi:
<img align=middle src="myndir/Barney_sm.gif">Barney
Birtist svona:
Barney
Myndir notaðar til tilvísana
Hægt er að gera myndir virkar á sama hátt og texta. Bæði alla myndina og ennig mluta hennar. Hér verða nefnd nokkur dæmi:
- Myndin notuð sem tilvísun í síðu.
<a href="Barney.html"><img src="myndir/Barney_sm.gif"> Heimasíða Barneys</a>
Heimasíða Barneys
Hér er bæði hægt að smella á myndina og einnig textann til hliðar vegna þess að hvort tveggja er innan tilvísunartáknsins <a href…> og </a>. - Myndin notuð sem tilvísun í aðra mynd.
<a href="myndir/Barney.gif"><img src="myndir/Barney_sm.gif"></a>

Hér er myndin notuð sem tilvísun í stærri mynd af Barney. - Myndhlutar notaðir til mismunandi tenginga.
Hægt er að nota mismunandi hluta myndar til að framkvæma ólíkar aðgerðir.

Hvað gerist ef þú smellir á nefið á Fred? Notkun á þessum möguleika er svolítið flókin og verður hér tekið ákveðið dæmi og það skýrt lið fyrir lið.
Notandinn loki er með myndina af Fred og ætlar að gera nefið virkt líkt og hér á undan.
Fyrst myndar loki skráasafnið hnit undir www á heimasvæðinu sínu. (Ath. skráadeildin má heita eitthvað annað en hnit).
Næst er að finna hnit þess svæðis sem gera á virkt á myndinni þ.e. nefsins. Þetta er gert í venjulegu teikniforrit á heima-tölvunni. Í þessu tilfelli er nóg að finna hnit tveggja punkta því hér er einfaldast að nota formið rétthyrning. Önnur form eru t.d. þríhyrningur og hringur.
Hnit efra hornsins vinstra megin reyndist vera 37,19 en neðra hornsins hægra megin 47,29.
Næst myndar loki skrá sem hann geymir í skráadeildinn hnit. Þessi skrá fær nafnið fred.conf og hún inniheldur:
rect (37,19)(47,29) /~loki/nebbi.htmlFyrri línan merkir að tilvísunarsvæðið sé rétthyrningur (rect), hnit punktanna séu (37,19)(47,29) og síðast kemur svo nafn þeirrar síðu sem opna á þegar smellt er innan rétthyrnda svæðisins.
default /~loki
Seinni línan gefur til kynna hvað á að gerast ef smellt er utan skilgreinds svæðis, þ.e. þá á heimasíða loka einfaldlega að hlaðast inn aftur.Tilvísunin af heimasíðu loka í myndina og það sem henni tilheyrir er gert á eftirfarandi hátt:
<a href="http://rvik.ismennt.is/cgi-bin/htimage/~loki/hnit/fred.conf">
<img src"myndir/fred.gif" ISMAP></a>
Ath. breyta þarf nafni vélar eftir því sem við á<a href="http://akureyri......>
<a href="http://isafjord......>
<a href="http://vey......>
You must be logged in to post a comment.