Tónlist
Ég fékk gítar í fermingargjöf og lærði að spila á hann fljótlega eftir það. Á unglingsárum var ég í skólahljómsveit í Borgarnesi. Hljómsveit þessi hét Tíglar og í henni voru upphaflega Ásmundur Ólafsson, sem spilaði á bassa, Jón Jónasson spilaði á gítar, Jónas Jónsson söng, Ólafur Ágúst Þorbjörnsson spilaði á gítar, Sveinn Ágúst Guðmundsson spilaði á trommur og Trausti Jóhannsson, spilaði á orgel.

Tíglar. Þetta eru ekki upprunalegu meðlimirnir. Frá vinstri Trausti Jóhannsson, Jón Jónasson, Gísli Jóhannsson, Sveinn Ágúst Guðmundsson og Ásmundur Ólafsson.
Ég hef sungið í nokkrum kirkjukórum og blönduðum kór.
Ég var einn af stofnendum hljómsveitarinnar Randver sem hefur starfað með mislöngum hléum frá árinu 1974. Við höfum gefið út 3 plötur og 1 geisladisk, Randver árið 1975, Aftur og nýbúnir árið 1977, Það stendur mikið til árið 1978 og …aftur og loksins búnir? 2003. Randver skipuðu í upphafi: Ellert Borgar Þorvaldsson söngur og bassi, Guðmundur Sveinsson söngur og ásláttarhljóðfæri, Jón Jónasson, gítar, banjó, munnharpa, harmónikka og söngur, Ragnar Gíslason gítar, mandólín og söngur og Sigurður Símonarson gítar og söngur. Á geisladisknum …aftur og loksins búnir? var hljómsveitin þannig skipuð. Ellert Borgar Þorvaldsson söngur, Jón Jónasson, gítar og banjó, munnharpa, harmonikka og söngur, Ragnar Gíslason gítar, mandólín og söngur og Sigurður Björgvinsson bassi og söngur. Auk þess sá Benedikt Brynleifsson um trommuleik.
Ljósmyndun
Allt frá því um 1970 hef ég verið áhugaljósmyndara og tekið bæði svart-hvítar myndir og litmyndir. Eins hef ég tekið myndir á inrauðar filmur og unnið grafískar myndir. Á árunum 1979 til 1981 tók ég ljósmyndir fyrir Fjarðarfréttir, blað sem gefið var út í Hafnarfirði. Að útgáfu þess stóðu þá auk mín Ellert Borgar Þorvaldsson, Guðmundur Sveinsson, Ragnar Gíslason og Rúnar Brynjólfsson.
Hér eru nokkrar myndir. Hægt er að smella til að sjá þær stærri.




















You must be logged in to post a comment.