Móðir mín er Guðríður Jónsdóttir, fædd í Þingnesi í Borgarbyggð. Faðir minn er Jónas Þórólfsson, fæddur í Brekkunesi í Borgarbyggð. Þau bjuggu lengst af í Borgarnesi en fluttu 1976 að Lynghaga í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ég á 4 systur, en þær heita Ingibjörg búsett á Hvanneyri í Borgarbyggð, Anna sem býr á Syðri-Stóruborg í Húnaþingi vestra. Bryndís, en hún býr á Ölkeldu III í Snæfellsbæ og Þórdís sem býr í Reykjavík.

Ég á tvo syni.
Vilhelm Anton, fæddur 1978. Hann útskrifaðist með B.A. í heimspeki frá Háskóla Íslands 2002. Hann á synina Illuga með Þórdísi Jónsdóttur og Ríkharð Björgvin með Stefaníu Fanney Björgvinsdóttur. Vilhelm býr í Reykjavík og sambýliskona hans er Saga Sigurðardóttir og eiga þau einn son, sem heitir Hringur Kári.
Kári, fæddur 1979. Hann útskrifaðist með B.A. í sálfræði frá Háskóla Íslands 2002. Kona Kára er Lovísa Guðmundsdóttir og eiga þau þrjú börn, Freyju, Sif og Steingrím Jökul. Sonur Lovísu, sem hún átti fyrir, heitir Ágúst Einar Ágústsson. Kári og Lovísa búa í Reykjavík.

Bæði Vilhelm og Kári eru í hljómsveitinni 200.000 naglbítar.