Tengsl og tilvísanir innan og utan vefs

Tengsl og tilvísanir er án efa það öflugasta við html-málið. Hægt er að tengja orð og setningar við aðrar síður, aðra vefi, gaufara o. fl. út um allar tær og trissur. Þau orð sem vísa á tengsl birtast ýmsit undirstrikuð eða í sérstökum lit, fer eftir skyggniforritum. Tengsl eru mynduð á eftirfarandi hátt:
<a href="nafn_á_html-skjali_sem_á_að_tengjast">Skýring</a>
Ef html-skjalið er í öðru undirsafnisafni þarf að gefa upp slóðina:
<a href="slóð/nafn_á_html-skjali_sem_á_að_tengjast">Skýring</a>
Gefum okkur að tvö undirsöfn séu í skráasafninu www. Annað hefur að geyma áætlanir sérleyfisbíla en hitt áætlanir flugfélaga. Skráasöfnin gætu heitið land og loft og í safninu land er html-skjal sem heitir rutur.html en í skráasafninu loft er html-skjalið flug.html. Ef vísa á úr Welcome.html í síðuna rutur.html er það einfaldlega gert með <a href="land/rutur.html">Áætlanir sérleyfisbíla</a>.

Tilvísanir milli skráasafni

Ef vísa á milli skráasafna (upp eða til hliðar) er rétt að gera það án þess að nota fulla slóð. Með því móti verður allt skráasafnið, sem geymir viðkomandi vefsíður, að sjálfstæðri einingu sem auðvelt er að flytja ef með þarf.Tilvísun beint úr html-skjalinu rutur.html í flug.html er gerð á eftirfarandi hátt: <a href="../loft/flug.html"> ../ þýðir upp um eitt skráasafn.Tilvísanir í eigin síður
Oftast er nauðsynlegt eða æskilegt að skipta því sem maður er að skrifa fyrir vefinn í nokkra hluta eða síður. Ef vísa á í þessar síður er það gert á eftirfarandi hátt:
<a href="nafn_á_síðunni">Skýringartexti</a>
Dæmi:
<a href="loki.html">Heimasíðan hans Loka</a>
Birtist einfaldlega svona:
Heimasíðan hans Loka

Tengsl við vefi og aðrar upplýsingaveitur

Hér verða nefnd dæmi um tilvísanir í vefi og nokkrar upplýsingaveitur.

  • http (hypertext transfer protocol) tilvísanir í aðra vefi
  • gopher tilvísanir í gaufara
  • news tilvísanir í ráðstefnur
  • telnet tengingar við aðrar vélar
  • ftp (file transfer protocol) aðgangur að almenningum (ftp)

Dæmi:
<li><a href="http://www.althingi.is">Alþingi Íslendinga</a>
<li><a href="gopher://gopher.ismennt.is">Gaufari Menntanetsins</a>
<li><a href="news:ismennt.*">Ráðstefnur á Menntanetinu</a>
<li><a href="telnet://akureyri.ismennt.is">Tenging við Huppu</a>
<li><a href="ftp://ftp.ismennt.is/pub">Almenningur Menntanetsins</a>
Birtist svona

 

Tilvísanir á ákveðinn stað í texta

Hægt er að vísa á ákveðna staði bæði innan skjals og eins í annað skjal. Tilvísanir innan skjals koma sér einkar vel ef skjalið er langt. Þá er hægt að mynda eins konar efnisyfirlit og tengsl úr því í viðkomandi kafla. Sá staður sem vísa á til er auðkenndur með <a name="tilvísunarnafn"> og sá staður sem vísað er frá er auðkenndur með <a href="#tilvísunarnafn">. Ef tilvísunin er í annað skjal er það gert <a href="nafn_skjals.html#tilvísunarnafn">


Efnisyfirlit

Næsti kafli