Vefsíður
Það er orðin venja að tala um hvert skjal sem vefsíðu þó það geti í raun verið margar síður að lengd. Hver síða inniheldur eingöngu texta en vísar á myndir sem birtast þá á viðkomandi stað á síðunni.
Uppbygging skráasafna
Varast ber að nota séríslenska stafi í skráanöfnum til að auðvelda það að hægt sé að tengjast þeim frá öðrum löndum. Einnig er rétt að nota viðaukanöfn eins og: .html .gif .jpeg eftir því sem við á.
Ef byggja á upp vef með mörgum síðum er rétt að hafa uppbyggingu skráasafnsins á diskinum í sem mestu samræmi við skipulag vefsins. Góð regla er að geyma myndir og annað efni sem ekki er texti í sérstökum skráasöfnum.
Heimasíða á Menntanetinu
Hver notandi getur sett upp svokallaða heimasíðu á Ísmennt. Heimasíða er vefsíða einstaklings, venjulega með persónulegum upplýsingum auk upplýsingum um áhugamál o.þ.h. Einnig eru gjarnan tilvísanir í aðra vefi eða vefsíður sem notandanum þykja áhugaverðir. Heimasíðan er sett upp eftir ákveðnum reglum á heimasvæði viðkomandi notanda. Til að auðvelda notendum þetta er hægt að gefa ákveðna skipun sem býr til sýnishorn af heimasíðu á heimasvæði notandans. Til að framkvæma þetta þarf notandi að tengjast heimavél sinni og gefa skipunina heimasida.
Reykjavík
Bifröst
Ísafjörður
Akureyri
Vestmannaeyjar
Til að skoða heimasíðu almenns notanda hjá Ísmennt þarf að slá inn veffangið. Veffang Loka Laufeyjarsonar notanda á Reykjavíkurvél Ísmenntar yrði http://rvik.ismennt.is/~loki/